Nú eru jólin að nálgast og ég er búin að bæta nokkrum skemmtilegum jólavörum í verslunina. Það sem er komið inn núna eru:
Jóladagatal - til að telja niður til jóla og vita hvaða jólasveinn kemur hvaða dag.
Jólabingo - með öllum 13 jólasveinunum, Grýlu, Leppalúða og jólakettinum.
Aðventusamveru dagatal með 60 hugmyndum til að skapa skemmtilegar minningar á aðventunni
Mig langar að minna á að allar þessar stafrænu vörur eru búnar til af mér og eru aðeins ætlaðar til notkunar fyrir þá sem kaupa vöruna. Bannað er með öllu að dreifa vörunni eða afrita hana. Ég vona að allir góðu viðskiptavinir mínir virði það :)