Your Cart
Loading

Siðferði og viðhorf

TAROT LESTUR:

Tarot lestur hjá mér er einkamál og aðeins milli mín og þeirra sem ég les fyrir hverju sinni. Upptökum og skjöl tengd lestri er eytt úr mínum gögnum um leið og þau skila sér til viðkomandi.


Ég mun aldrei þykjast vita meira um þitt líf en þú og ég mun aldrei tala til þín eins og þín framtíð sé ráðin og það sé ekkert sem þú getir gert í þinni stöðu. Því að þú hefur alltaf stjórnina, þú tekur þínar eigin ákvarðanir og berð ábyrgð á þínu eigin lífi. Tarot er í raun hjálpartól til að túlka sjálfið og hvar við erum stödd í okkar tilveru.


Ef þú ert í viðkvæmri stöðu og vilt spyrja spilin þá er það á milli okkar og ég mun aldrei dæma þig. Ég nálgast alla sem jafningja og hlusta með opnum hug og hjarta, bæði á þig og það sem kemur fram í spilunum, þú getur treyst því.


Umfram allt vil ég að okkar samskipti séu á léttum nótum og lesturinn þinn verði þér bæði til gagns og gamans.


NÁMSKEIÐ OG FRÆÐSLA:

Netnámskeiðin mín og öll önnur andleg fræðsla sem ég skrifa er byggð á minni persónulegu reynslu og þekkingu sem ég hef sankað að mér á minni andlegu vegferð. Ég hef sjálf farið á ótal námskeið og kúrsa varðandi Tarot dulspeki, heilunarorku kristala, stjörnuspeki og alls kyns andleg mál. Fræðsluefni frá mér er í raun samansafn af því sem ég hef lært í gegnum tíðina og ég miðla áfram því sem virkar best fyrir mig, á sama tíma og ég hvet nemendur mína að finna út hvað virkar best fyrir þau.


Allt sem ég læt frá mér til annarra kemur frá mínu hjarta og ég vona að það skili sér í mínu efni til allra sem hafa áhuga. Ég trúi því að við erum hér á jörðinni til þess að læra og að við getum alltaf sankað að okkur meiri fróðleik og þekkingu 🤍

Hrein viðskipti

Ég legg mikið uppúr að selja aðeins kristala fengna á siðferðislega réttan hátt, mínir kristal heildsalar eru allir vottaðir og hef ég lagt mikla rannsóknarvinnu í að finna mína tengiliði. Ég er stolt af því að skipta aðeins við vottaða aðila sem sem beita sér fyrir hreinum viðskiptum.



Athugið – Ég kem ekki með skilaboð frá framliðnum né gef ráðleggingar varðandi heilsufar. Ekki er boðið upp á endurgreiðslu eða vöru/vinnuskipti fyrir námskeið né lestur.


Kærleikur og ljós,

Lady Eva