TAROT NETNÁMSKEIÐ
Á þessu netnámskeiði lærir þú einfaldar aðferðir til að túlka Tarot spilin með því að nota bæði innsæi þitt ásamt táknfræðinni sem Rider Waite Smith spilin hafa að geyma. Námskeiðið hentar vel fyrir algera byrjendur og einnig þá sem hafa kynnst Tarot en langar að dýpka þekkinguna og fá meira sjálfstraust í að lesa í spilin.