Your Cart
Loading
TAROT netnámskeið á íslensku

TAROT

Netnámskeið á íslensku fyrir byrjendur

Lærðu á þínum hraða – þegar þér hentar!

Taktu TAROT þekkingu þína á næsta stig.

Á netnámskeiðinu fer Eva yfir hinn klassíska Rider Waite Smith TAROT stokk frá A til Ö. Hún fer yfir myndmálið og táknfræðina sem spilin geyma, ásamt því að sýna einfaldar aðferðir við að tengja spilin saman og lesa úr þeim í góðu flæði. Þú lærir að umgangast stokkinn þinn og hreinsa hann og einnig hvaða kristalar henta vel með TAROT spilum. Auk þess færðu góð ráð til að styrkja innsæið þitt.



Námsefninu er skipt niður í kafla sem þú klárar á þínum tíma þegar þér hentar – þar sem þú hefur aðgang að efninu hvar og hvenær sem er, það sem eftir er! TAROT er aldagamalt hjálpartól til að túlka sjálfið og fá dýpri skilning á bæði hver við erum og hvar við erum stödd í okkar tilveru.


Fjárfestu í þér ♡ Skráðu þig núna

VERÐ: 25.000 ISK / €169

eða 6.250kr á mánuði í 4 mánuði

(fer eftir gengi)


Þau sem greiða eingreiðslu fá TAROT Bónus pakkann á 50% afslætti

Eingreiðsla

€169

Greiðsluplan

€42
per month for 4 months

Hvað er innifalið?

Námskeiðið inniheldur myndbönd, lesefni og skjöl á íslensku, þar sem Eva fer yfir eftirfarandi:


• Uppruni TAROT og mismunandi stokkar

• Að tengjast stokknum og hreinsa staðnaða orku

• Að hlusta á innsæið

• Einfaldar aðferðir til að styrkja þekkingu á hverju spili

• Stjörnuspeki og talnafræði spilanna

• Að finna flæðið milli spila

• Einfaldar lagnir + flóknari lagnir

• Útskriftarskírteini


Þú færð aðgang að öllu efninu strax við skráningu



Þau sem greiða eingreiðslu fá TAROT Bónus pakkann á 50% afslætti

Aukaefni í boði fyrir lengra komna, sjá nánar um TAROT Bónus pakkann HÉR >


Keyptu Rider Waite Smith TAROT stokkinn HÉR >

Tarot námskeið

Netnámskeið með Lady Evu. Tíu kaflar sem þú getur opnað í öllum net-tengdum tækjum, útskriftarskírteini þegar þú klárar. Fimm kaflar af aukaefni (Bónus pakki) í boði fyrir lengra komna.

Fyrir hverja er TAROT Byrjendanámskeiðið?

Hentar öllum sem vilja: 

• bæta grunnþekkinguna á táknfræði Tarot

• bæta sig í að lesa spilin í flæði

• styrkja innsæið

• læra að nota orku frá kristölum með Tarot

Fyrir hverja er TAROT Bónus pakkinn?

Hentar öllum sem hafa grunnþekkingu á Tarot og vilja:

• kafa dýpra í dulspeki

• læra um orkustöðvarnar

• fræðast um uppruna Rider Waite Smith stokksins

• blanda saman Tarot og Oracle stokkum

✩★✩

✩★✩

Lady Eva Kristal heilun og Tarot lestur

Hver er Lady Eva?

Eva er löggiltur kristal þerapisti, menntaður hönnuður og einnig stofnandi ZenCity Studio. Eva hefur alltaf haft gríðarlegan áhuga á stjörnuspeki og á dulheimi Tarot, en hún hefur notað spilin til að spegla lífið og tilveruna fyrir sig og aðra í mörg ár og heldur nú úti facebook síðunni Spyrjum Spilin. Eva er nýlega farin að deila þekkingu sinni og aðferðum við Tarot lestur, þar sem henni fannst skortur á Tarot kennsluefni á íslensku.