
Lærðu á þínum hraða – þegar þér hentar!
Taktu TAROT þekkingu þína á næsta stig.
Á netnámskeiðinu fer Eva yfir hinn klassíska Rider Waite Smith TAROT stokk frá A til Ö. Hún fer yfir myndmálið og táknfræðina sem spilin geyma, ásamt því að sýna einfaldar aðferðir við að tengja spilin saman og lesa úr þeim í góðu flæði. Þú lærir að umgangast stokkinn þinn og hreinsa hann og einnig hvaða kristalar henta vel með TAROT spilum. Auk þess færðu góð ráð til að styrkja innsæið þitt.
★
Námsefninu er skipt niður í kafla sem þú klárar á þínum tíma þegar þér hentar – þar sem þú hefur aðgang að efninu hvar og hvenær sem er, það sem eftir er! TAROT er aldagamalt hjálpartól til að túlka sjálfið og fá dýpri skilning á bæði hver við erum og hvar við erum stödd í okkar tilveru.
Fjárfestu í þér ♡ Skráðu þig núna
VERÐ: 25.000 ISK / €169
eða 6.250kr á mánuði í 4 mánuði
(fer eftir gengi)
Þau sem greiða eingreiðslu fá TAROT Bónus pakkann á 50% afslætti
Hvað er innifalið?
Námskeiðið inniheldur myndbönd, lesefni og skjöl á íslensku, þar sem Eva fer yfir eftirfarandi:
• Uppruni TAROT og mismunandi stokkar
• Að tengjast stokknum og hreinsa staðnaða orku
• Að hlusta á innsæið
• Einfaldar aðferðir til að styrkja þekkingu á hverju spili
• Stjörnuspeki og talnafræði spilanna
• Að finna flæðið milli spila
• Einfaldar lagnir + flóknari lagnir
• Útskriftarskírteini
Þú færð aðgang að öllu efninu strax við skráningu
Þau sem greiða eingreiðslu fá TAROT Bónus pakkann á 50% afslætti

Netnámskeið með Lady Evu. Tíu kaflar sem þú getur opnað í öllum net-tengdum tækjum, útskriftarskírteini þegar þú klárar. Fimm kaflar af aukaefni (Bónus pakki) í boði fyrir lengra komna.
Fyrir hverja er TAROT Byrjendanámskeiðið?
Hentar öllum sem vilja:
• bæta grunnþekkinguna á táknfræði Tarot
• bæta sig í að lesa spilin í flæði
• styrkja innsæið
• læra að nota orku frá kristölum með Tarot
Fyrir hverja er TAROT Bónus pakkinn?
Hentar öllum sem hafa grunnþekkingu á Tarot og vilja:
• kafa dýpra í dulspeki
• læra um orkustöðvarnar
• fræðast um uppruna Rider Waite Smith stokksins
• blanda saman Tarot og Oracle stokkum
✩★✩
✩★✩

Hver er Lady Eva?
Eva er löggiltur kristal þerapisti, menntaður hönnuður og einnig stofnandi ZenCity Studio. Eva hefur alltaf haft gríðarlegan áhuga á stjörnuspeki og á dulheimi Tarot, en hún hefur notað spilin til að spegla lífið og tilveruna fyrir sig og aðra í mörg ár og heldur nú úti facebook síðunni Spyrjum Spilin. Eva er nýlega farin að deila þekkingu sinni og aðferðum við Tarot lestur, þar sem henni fannst skortur á Tarot kennsluefni á íslensku.