Stafrænt Jólasveinadagatal með vísum
Til sölu skemmtilegt jólasveinadagatal með vísunum um jólasveinana 13. Dagatalið er stafrænt og hægt að opna einn glugga í einu daginn áður en jólasveinninn kemur til byggða.
Frábær leið til að skoða með börnunum hvaða jólasveinn er væntanlegur næstu nótt, lesa saman vísuna hans og læra nafnið á honum.
Þegar þú ert búin(n) að greiða fyrir dagatalið þá færðu slóð á dagatalið sem þú getur opnað í síma, tölvu eða spjaldtölvu frá 11. desember.