Gæsapartý leikir - pakki með 8 leikjum
Hér er kominn frábært leikjapakki fyrir Gæsapartýið - 8 mismunandi leikir til að prenta út.
Allir leikirnir koma bæði með fyrirfram útfylltum leikjablöðum og svo líka með tómum blöðum sem þú getur fyllt út með þínum spurningum og aðlagað þannig leikinn betur að hópnum sem er að koma í Gæsapartýið.
Þú getur notað pdf forrit eins og Adobe Acrobat til að fylla inn í reitina áður en þú prentar út - eða bara notað penna og ljósritað.
Þú færð 10 PDF skjöl til að downloada.
Leikirnir sem fylgja eru:
Gettu hver - Þessi leikur gengur út á að reyna að giska á hvort brúðhjónanna spurningin á við um. Það er gott að vera búinn að láta brúðhjónin fylla út sama skjal fyrir partýið til að hafa réttu svörin áður en leikurinn hefst. Það fylgir líka tómt skjal til að fylla inn þínar eigin spurningar.
Gæsa Bingo - Gestirnir í partýinu þurfa að finna gestina sem textinn passar við. Sá sem finnur fyrst 5 í röð vinnur. Það fylgir líka tómt skjal til að fylla inn þínar eigin spurningar.
Giskaðu á verðið - er skemmtilegur leikur þar sem einstaklingar eða lið eiga að giska á verð á mismunandi hlutum. Sá sem giskar sem næst réttu verði vinnur. Það fylgir líka tómt skjal til að fylla inn þínar eigin spurningar.
Hver er gesturinn - er svipaður leikur og Gæsa Bingó
Hvort myndi hún - þarna eiga gestir að reyna að giska á rétt svör, gott að láta gæsina fylla út áður en leikurinn hefst svo þú hafir réttu svörin. Það fylgir líka tómt skjal til að fylla inn þínar eigin spurningar.
Ráð fyrir brúðina - þetta er blað sem gestir geta fyllt út með fallegum kveðjum og ráðum fyrir verðandi brúði. Hún getur svo átt til minningar og lesið eða límt inn í brúðkaupsbók.
Drekktu ef - er partý drykkju leikur með 140 mismunandi spurningum. Það koma 4 spjöld á hverju blaði með tilbúnum spurningum. Þú prentar út blöðin, best að plasta til að endist lengur, og klippir svo út spjöldin. Leikurinn er svo þannig að gestirnir draga spjald og lesa upphátt fyrir alla, sá sem hefur gert það sem stendur á spjaldinu þarf að fá sér sopa af drykknum sínum.
Hversu vel þekkir þú brúðina: Gestir fá skjalið til að fylla út og svara spurningum um væntanlega brúði til að sjá hver þekkir hana best. Það fylgir líka tómt skjal til að fylla inn þínar eigin spurningar.
Skemmtilegir partý leikir sem er líka hægt að útfæra fyrir afmæli eða önnur partý.